Hér má finna helstu spurningar og svör varðandi Sokkar.is
Hversu langur er afhendingartíminn eftir að greiðsla hefur borist Sokkar.is?
Venjulega má reikna með 3-5 virkum dögum.
Hvað þýða tákning sem birtast þegar músarbendlinum er rennt yfir myndir af sokkunum?
Annað merkið, sem heitir Bera saman, gerir þér kleift að velja nokkrar sokkategundir og bera þær saman, t.d. verð og aðrar upplýsingar. Hitt merkið sem heitir Setja á óskalistann, gerir þér mögulegt að búa til þinn eiginn óskalista af sokkum sem þú telur líklegt að þú pantir með reglulegu millibili. Ósklalistinn gerir það að verkum að þú þarft ekki að leita að þeim næst þegar þú hyggst kaupa þá. Þú finnur þá einfaldlega á Óskalistanum þínum.
Get ég skilað sokkum sem ég hef fengið afhenta og fæ ég þá endurgreidda?
Já, svo framarlega sem upprunalegi merkimiðinn er enn á sokkaparinu og þú hefur hvorki farið í þá né þvegið? Já þú færð þá endurgreidda eða skipt fyrir sokka á sama verði.
Athuga! Ef þú kýst að endursenda sokkapöntun, er það á þinn eigin kostnað!
